Umhverfismat skiptir engu máli!

Alþekkt er sú rökfærsla virkjanasinna að það sé allt í lagi að fara í virkjanir - þær hafi staðist umhverfismat.  Nú er það svo að umhverfismat er kannski skárra en ekki neitt, en umhverfismat breytir engu um grundvallareðli framkvæmdarinnar.  Tökum sem dæmi:  Ef til stæði að byggja kjarnorkuver á Íslandi, þá myndi framkvæmdin fara í umhverfismat og líklega standast það og koma meira að segja vel út.  Það að framkvæmdin hafi staðist umhverfismat breytir því ekki að um kjarnorkuver er að ræða.  Umhverfismat er þannig hluti af þessum margfræga grænþvotti þar sem framkvæmdir og fyrirtæki eru grænþvegin til þess að líta út fyrir að vera umhverfisvæn þótt þau séu það í raun og veru alls ekki.  Umhverfismat skiptir því í raun og veru engu máli, sérstaklega eftir að úrskurðarvaldið var tekið frá Skipulagsstofnun.  Eru kannski líka allir búnir að gleyma því ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband