18.6.2007 | 07:58
Virkjanir halda áfram
Nú þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk svona mikið fylgi í kosningunum, halda virkjanir áfram af fullum krafti. OR og Orkuveita Suðurnesja ætla að virkja á Reykjanesi og meira við Hengilinn. Neðri hluti Þjórsár er á skurðarborðinu og fleiri áætlanir eru í farvatninu. Spurning hvenær ráðist verður á Langasjó og Torfajökulssvæðið.
Af hverju kýs þessi mannfjöldi alltaf Sjálfstæðisflokkinn ? Það er mér hlulin ráðgáta. Nú segjast allir vilja vernda náttúruna, en kjósa samt þann flokk sem hefur það á stefnuskránni að eyðileggja sem mest. Er ekki kominn tími til þess að kalla Sjálfstæðisflokkinn til ábyrgðar fyrir sinnuleysi og ógnarstjórn í umhverfismálum ?
Friðrik Sophusson hefur ekki miklar áhyggjur af þeirri gagnrýni sem Landsvirkjun hefur fengið, - af hverju ? Jú Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf fylgi í kosningum sama hvaða gagnrýni Landsvirkjun fær og á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar landinu heldur eyðileggingin áfram.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.