17.6.2007 | 20:00
Eyðilegging náttúrunnar er birtingarform illskunnar
Illskan og óskapnaðurinn birtist m.a. í eyðileggingu náttúrunnar, misþyrmingu á dýralífi og miskunnarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín. Illskan leitar þangað sem fjármagnið er, hún birtist ætíð óbeint og oft í gervi umhyggju eða forsjárhyggju fyrirtækja. Flest stórfyrirtæki heimsins eru siðlaus fyribæri, vélar sem miða að því að græða peninga. Nú eru þessi siðlausu stórfyrirtæki komin til Íslands og farin að stjórna hér litlum sveitarfélögum sem halda upp á sjálfstæði sitt með veikum mætti á 17.júní. Það þýðir lítið að veifa íslenskum fána gegn ógnarveldi fjármagnsins, milljarðanna og illskunnar. Sjálfstæði landshluta, og jafnvel landsins sjálfs verður hljóm eitt í slíku samhengi. Skyldi Ísland vera ennþá sjálfstætt ríki eftir 100 ár eða verður það örlítill hluti af Bandaríkjum Norður Ameríku á svipaðan hátt og Hawaii??? Er feitum ameríkaniseruðum nútíma Íslendingum kannski bara alveg sama þótt þeir breytist í Norður-Ameríkana ??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.