Fallegur heimur

life_is_beautifulHafið þið tekið eftir því hvað heimurinn er fagur ?  Sólin skín í gegnum skýin og sólstafir falla til jarðar.  Grasið grænkar og himinnbláminn finnur spegilmynd sína í regndropunum.  Í stöðuvötnunum synda fiskar um sali úr grænum speglum. 

Það er engin rökrétt ástæða fyrir fegurð heimsins, nema litið sé svo á að þar sem skapari heimsins er fagur og kærleiksríkur hljóti sköpun hans að endurspegla hina eilífu fegurð.  Þannig má segja að fegurð heimsins sé fingrafar guðs, það sem hann skilur eftir sig í heiminum, vegna þess að hann er í heiminum og heimurinn er í honum.  Þannig skulum við þakka fyrir það að hafa fengið að líta þennan fagra heim, jafnvel þótt að lífið reynist stundum erfitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Þú er greinilega með andann yfir þér eins og ég Kíktu á fyrsta ljóðið mitt, setti það auðviðta inn á bloggið

Fishandchips, 13.6.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband