12.6.2007 | 20:30
Drápstól á þjóðvegunum
Klukkan korter í átta í dag var ég að aka austur fyrir fjall á þetta 90-100 km hraða. Á miðri Hellisheiðinni kom tvöfaldur risatrukkur frá EIMSKIP aftan að mér með ógnandi atferli og gerði sig líklegan til þess að aka yfir mig (Hann var stærri). Mér tókst með naumindum að koma mér út í vegkantinn og hann flautaði og ók fram hjá mér með miklum yfirgangi og ógnandi hraða. Nú er ég nýbúin að vera að aka á hraðbrautunum í Þýskalandi og í Svíþjóð og ég verð að segja að umferðarmenning á Íslandi er sú lélégasta sem þekkist á byggðu bóli. Á hraðbrautum erlendis halda flutningabílarnir sig hægra meginn og þeir hleypa öllum framúr sér, en nei EKKI HÉR Á ÍSLANDI... Hér aka flutningabílarnir eins og þeir eigi vegina og það munaði engu að alvarlegt slys yrði á Suðurlandsvegi í dag.

Athugasemdir
góður pistill ...sjáumst eftir 22 juni kæra Ingibjörg og fj.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2007 kl. 22:11
Þetta er alveg rétt. Ástandið í umferðinni hér á Íslandi er hræðilegt. Var að heyra áðan af ungri konu sem skrifar um þá reynslu sína inni á barnaland.is að fólk í bíl reyndi í tvígang að þvinga hana út af Reykjanesbrautinni og hló sig máttlaust á meðan það ók í veg fyrir reiðhjólið hennar.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:51
Sæl og velkomin heim
Eg vil benda á að allir þessir trukkar eiga að vera með hraðatakmarkara sem slær út eldsneytisgjöfinni við 85-90 km hraða. Þeir komast hraðar niður brekkur. Ef þið verðið vör við að þessir gaurar komast mikið hraðar en 90 skuluð þið hiklaust kæra þá. Þessi ferlíki eru ekkert stoppuð á punktinum ef eitthvað hendir.
Birgir Stef (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.