Hin hversdagslega hamingja

279894469_10221991659889068_4526050951398699433_nÖll höfum við einhvern tímann hugsað þannig að við þurfum bara að klára þetta próf eða ljúka ákveðnum áfanga og þá verðum við hamingjusöm. En svo ljúkum við prófinu, fáum prófskírteini, höldum veislu og síðan tekur hversdagsleikinn við. Og þótt við séum hamingjusöm í nokkra daga þá varir gleðin og hamingjan einungis stutta stund.

Hvernig getum við þá öðlast varanlega hamingju? Hvar er hamingjuna að finna í þessum heimi?

Hamingjan er nátengd dygðunum 7. Dygðirnar 7 eru Kærleikur, Hógværð, Hugrekki, Sannleikur, Réttlæti, Gleði og Friður. Sá sem getur upplifað sig sem verandi í dygðunum 7 er hamingjusamur.

En hvar finnum við hamingjuna. Þurfum við að vera rík til að geta fundið hamingjuna? Nei, við þurfum ekki að vera rík. Grunnþörfum okkar þarf samt að vera fullnægt. Við þurfum að eiga mat í ískápnum og þak yfir höfuðið. Við þurfum að búa við frið en ekki í stanslausum ótta.

En ef við getum uppfyllt okkar grunnþarfir, er ekki svo flókið að verða hamingjusamur/söm.

Hamingjan er nefnilega fólgin í okkar daglega lífi. Hún er gimsteinn sem liggur í götu og sem hægt er að finna og tína upp. Hún er fjársjóður og getur orðið á vegi okkar hvenær sem er.

Ég er sjálf svo lánsöm að ég hef fundið hana. Það ríkir kærleikur og væntumþykja á mínu heimili og þar er kyrrð og friður alveg sama hvað er að gerast í samfélaginu. Ég hef valið að gera heimili mitt að vin í eyðimörk heimsins. Hjá okkur geta allir menn fundið skjól.

Svo er alltaf gott að biðja til Krists og Guðs föður. Biðja um handleiðslu. Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða. Biðjið og ykkur mun svarað.

Amen.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, miðill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband