Mega alþingismenn fara eftir samvisku sinni og sannfæringu?

EmilMér finnst athyglisvert að atkvæðagreiðslan núna áðan á Alþingi um vantraust á dómsmálaráðherra fór eftir flokkslínum en ekki eftir samvisku og sannfæringu hvers alþingismanns fyrir sig. Ég hélt að alþingismenn væru eiðsvarnir til þess að fara eftir samvisku sinni og sannfæringu, en það er greinilegt að flokkslínur ráða.

Hve oft ráða flokkslínur á Alþingi. Má t.d. alþingismaður VG hafa sjálfstæða skoðun og kjósa gegn ályktunum ríkisstjórnarinnar ef þær stríða gegn hans samvisku og sannfæringu.

Er ekki hluti af vanda íslenskra stjórnmála að finna í því að menn eru ekki heiðarlegir, ekki sjálfum sér samkvæmir og þora ekki að fara eftir sinni sannfæringu, en hlýða í staðinn fyrirmælum frá flokknum sem þeir eru í hverju sinni.

Væri ekki betra ef hver þingmaður væri frjáls að því að fara eftir samvisku sinni og sannfæringu.

Nú snertir þessi umræða hæstvirtan dómsmálaráðherra svosem ekki neitt og hann er ekki til umræðu hér.

Ég er í sjálfu sér bara að ræða þetta almennt. Hvort heiðarleiki í stjórnmálum sé aukaatriði eða hvort heiðarleiki fái ekki þrifist innan veggja Alþingis?

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra var einhverju sinni kallaður Emil í Kattholti íslenskra stjórnmála. Það var ekki hægt að segja meira hrós um nokkurn mann, því allir vita að Emil í Kattholti er hjartahreinn, heiðarlegur og góður drengur sem vill öllum vel. 

Það er eins gott að ég er ekki á Alþingi sjálf, því ég myndi gera allt vitlaust og kjósa samkvæmt eigin samvisku og sannfæringu en aldrei samkvæmt flokkslínu.

Góðar stundir,

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er sannfæring þingmanns að best sé fyrir land og þjóð að kjósa eftir vilja flokkssystkina þá er ekkert við því að segja.

Vagn (IP-tala skráð) 30.3.2023 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband