Tónskáldið og snillingurinn Karl Jenkins

_102645865_mediaitem58796621                                     

Ég er núna algjörlega heilluð af verkum tónskáldsins Karls Jenkins. Hann er velskt tónskáld og að því er ég best veit ennþá við hestaheilsu og lifandi í nútímanum.

Hann hefur samið tónverk sem kallast Adiemus og einnig Miserere og Requiem. Öll þessi tónverk eru algjörlega stórfengleg. Verk hans eru mjög melódísk en um leið nútímaleg og framsækin. Hann er svona eins og blanda af Beethoven og Atla Heimi.

Verk Jenkins eru vel aðgengileg bæði á Youtube og Spotify. Diskar með verkum hans fást einnig á Amazon. 

Ég byrjaði að hlusta á Adiemus en er núna mest að hlusta á Miserere. Ég á eftir að kynna mér önnur verk hans. Þau eru konfekt fyrir eyrun.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband