28.3.2023 | 16:11
Þáttaröðin The Chosen
Er að horfa á þáttaröðina The Chosen sem fjallar um atburði Nýja testamentisins, Krist og það sem gerðist í Mið-Austurlöndum fyrir 2023 árum.
Myndaflokkur þessi er alveg framúrskarandi frábær, vel leikinn, handritið brilliant og oft horft á hlutina frá óvenjulegu sjónarhorni.
Við fáum að sjá atburði Nýja testamentisins frá sjónarhóli Símonar Péturs, frá sjónarhóli Nikódemusar farísea og frá sjónarhóli Maríu Magdalenu. Þegar maður þekkir Nýja testamentið vel verður hrein unun að horfa á þessa þætti.
Ég keypti þættina á DVD diskum inni á vefsíðu Christianbooks í Bandaríkjunum og lét senda mér í pósti.
Mér finnst hörmulegt að Kristin fræði skuli ekki lengur kennd í skólum almennilega, þar sem þau eru hluti af okkar menningu og sögu. Öll saga Evrópu og Íslands verður algjörlega óskiljanleg án þekkingar á Biblíunni.
Sama með tónlist Jóhannesar Sebastians Bachs. Þú getur notið hennar en aldrei skilið hana án þess trúarlega samhengis sem hún er sprottin úr. Hljómsveitarstjórinn John Eliot Gardiner hefur skrifað stórkostlega ævisögu Bachs sem kallast Music in The Castle of Heaven. Mæli með lestri hennar.
Síðan að lokum hvet ég bara sem flesta til að snúa sér beint til Krists í bæn og biðja af einlægni eins og þið gerðuð þegar þið voruð börn.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.