Einhverfa er skipulag heilans en ekki sjúkdómur

Ingibjorg Alfros BjornsdottirOft er það sem fólk heldur að einhverfa og ADHD séu einhvers konar geðsjúkdómar. Einhverfa og ADHD eru hins vegar heilkenni en ekki sjúkdómar. Einhverfi heilinn er frábrugðinn hinum normala heila sem 66% fólks eru með. Hann er hreinlega öðruvísi upp byggður og það sést í heilaskanni. ADHD er einnig heilkenni og ekki sjúkdómur.

Tíðni geðsjúkdóma hjá einhverfum er almennt ekki meiri en hjá venjulegu normal fólki. Hins vegar eru flestir einhverfir undir miklu álagi í samfélögum nútímans, þar sem hinn einhverfi er að reyna að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til fólks almennt.

Að vera einhverfur er eins og að vera útvarpsstöð sem er aðeins rangt stillt, þannig að það er alltaf eitthvað suð, skruðningar og læti. Normal fólk sem er 66% allra halda alltaf að það þurfi bara aðeins að stilla okkur, þannig að við verðum normal, en takkinn til að stilla einhverfuna er ekki til og það er allra best ef við fáum bara að vera einhverf í friði.

Ég er einhverf / ADHD en ég er ein af þeim fáu einhverfu sem er líka með geðsjúkdóm. Það er bara eitthvað sem var í genamengi mínu í upphafi en ekkert sem kemur beint einhverfunni við.

Þannig að næst þegar þið hittið einhverfa manneskju, þá er hún ekki veik, heldur einungis með öðruvísi heila.

Temple Grandin hefur sagt að mannkynið þurfi á öllum tegundum heilabúa að halda og það er satt. Við þurfum einhverfa hugsun, einhverfa einbeitingu og einhverft ímyndunarafl til að leysa þann vanda sem blasir við mannkyninu. Albert Einstein og Janus von Neuman voru líklega einhverfir. Thomas Alfa Edison líklega líka. Án þeirra ættum við hvorki tölvur né rafmagn.

Virðum mennskan fjölbreytileika og leyfum skynsegin einhverfu fólki að vera eins og það er.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband