Hamingjan er í þessum hversdagslegu hlutum

180px-Kant_KaliningradHamingjan er fólgin í þessum hversdagslegu hlutum, eins og kaffibolla á morgnana, eða ljósgeisla sem fellur inn í herbergið.  Hamingjan er fólgin í því að finna vindinn leika um kinnarnar og regnið belja á þakinu (eða haglélið eins og í nótt).  Hamingjan er að vera til, existera,  anda, sjá og heyra, elska og finna til.  Á undanförnum árum hafa raunvísindin sýnt fram á að það er ekki sú gjá á milli skynsemi og tilfinninga sem menn oft vilja vera láta.  Tilfinningar eru skynsamar og það er skynsamlegt að vera með tilfinningar.  Tilfinningalaus maður er til lítils gagns.  Og ef skynsemin brenglast þá brenglast líka tilfinningarnar og ef tilfinningarnar brenglast þá brenglast skynsemin.  Þannig er þetta allt nátengt.  Það er því bara vitleysa að halda því fram að umhverfisrök séu tilfinningarök.  Tilfinningarök eru einfaldlega einnig skynsemisrök og fáránlegt að beita einhverri fornri grískri tvíhyggju gegn umhverfissinnum sem vopni.  Það að vernda náttúruna er ekki einungis tilfinning,  það er líka skynsemi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ah! Kaffibolli á morgnana! Held samt það sé ekki nóg til að vera hamingjusamur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.5.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Jóhann Páll Jóhannsson

Hljóðið í kaffivélinni veitir mér mun meiri hamingju en kaffibollinn sjálfur.

Jóhann Páll Jóhannsson, 26.5.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband