4.2.2016 | 18:06
Síðasta viðvörun David Bowie
Það síðasta sem listamaðurinn David Bowie gerir áður en hann deyr er að senda heiminum viðvörun. Viðvörun til mannkynsins um að gá að því hvert það stefnir.
Blackstar - Svarta stjarnan er tilvísun til þess sem Jörðin gæti orðið og er í einhverjum skilningi að verða. Bjartsýnir spámenn út um allt spá tæknibyltingum og endalausum framförum, en við lifum í veröld þar sem stríð eru daglegt brauð. Dauðinn er fylginautur okkar, en við viljum ekki viðurkenna tilvist hans.
Bowie er örugglega bæði að vísa til stöðu umhverfismála, en ekki síður er hann að vísa til hugarfarsins og afneitunarinnar. Blindunnar sem mannskepnan er haldin gagnvart sínu raunverulega hlutskipti í samhengi tilverunnar. Menn segjast trúa á Guði ýmiss konar, en eru að nota kreddur og lögmál mismunandi trúarbragða til að afsaka morð og styrjaldir. Þá eru þeir búnir að umbreyta boðskap trúarbragða úr kærleika og frið sem flest trúarbrögð boða í raun, í grimma hugmyndafræði styrjalda. Þetta sjáum við gerast í dag.
Hvet alla sem vilja skoða og hluta á viðvörun Bowies til að hlusta á tónverkið Blackstar og jafnvel horfa á myndbandið.
Við ættum að hlusta á Bowie!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.