
Dauðinn er eitt af því sem nútímamaðurinn vill helst ekki hugsa um. Dauðinn á sér stað á elliheimilum og sjúkrastofnunum, en hann hefur verið tekinn út úr samfélaginu þannig að hann sé sem minnst sýnilegur. Samt sem áður er fólk sífellt að deyja og reyndar fæðast líka, eins og sést á minningargreinum og jarðarfarartilkynningum. Undanfarið ár hef ég verið að hugleiða ýmislegt í sambandi við dauðann. Hann hefur verið mér nálægur af ýmsum ástæðum. En það undarlega er að lífsvon mín og kraftur hefur styrkst frekar en hitt. Tilfinning mín fyrir lífinu hefur dýpkað og ég er sannfærð um að dvöl okkar hér á Jörðinni hefur einhvern ákveðinn tilgang. Eina mögnuðustu dauðalýsingu heimsbókmenntanna má lesa í smásögu Lev Nikolajitsch Tolstojs: Dauði Ivans Illych. Það er ein besta smásaga sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð. Á existentíalískan hátt má segja að maðurinn standi einn andspænis tóminu og óvissunni. Hann verður því að staðfesta tilveru sína (affirm himself through faith) með því að sýna hugrekki og trú. Það er reyndar merkilegt hversu margt venjulegt fólk sýnir ótrúlegt hugrekki andspænis veikindum og erfiðleikum. Ég hef séð svo margar hetjur berjast gegn lífsins straumi að virðing mín fyrir mannkyninu hefur aukist frekar en hitt. Flest fólk er hetjur innst inni. Það er bara einfaldlega satt.
Athugasemdir
Já dauðinn gefur lífinu merkingu.
Ásgeir Rúnar Helgason, 19.5.2007 kl. 18:53
Allsnakinn kemur í heiminn og allsnakinn ferðu burt - frá þessum steindauðu hlutum sem þú hélst þig hafa dregið á þurrt.
takk fyrir gott innlegg -
Pálmi Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 18:55
verð mér út um Dauði Ívans...
Ég var að ná í Minnispunktar úr Undirdjúpum...hlakka til að lesa hana. Takk
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.5.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.