Haustsónata

Myrkrið er vinur þess er þjáist,
lokar hverri þungri brá.
Svefninn elskar allt og nærir
uns sólin vaknar og fer á stjá.autumn.jpg

Er dimmir í skógarsölum,
syngur þröstur fagran söng,
um upprisu vors, rósagarða,
birtu, von og ljóssins göng.

Gegnum myrkur, frost og funa
liggur mannsins langa leið.
Í krafti upprisu, ljóssins bruna,
mun hann að lokum rata heim.

IEB (2014)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband