6.5.2007 | 23:53
Að kjósa yfir sig amerískt heilbrigðiskerfi!
Nú virðist samkvæmt skoðanakönnunum að ótrúlega margir ætli þrátt fyrir allt að kjósa stjórnarflokkana. Það á að styðja áfram við þá stefnu sem verið hefur, byggja álver í fjörðum og gera heilbrigðiskerfið amerískt. Ég myndi ekki trúa neinum stjórnarmönnum sem segjast ætla að viðhalda velferðarkerfinu. Það er lygi. Einkavæðing heilbrigðiskerfisins er á dagskrá og áður en langt um líður munu aldraðir og geðsjúkir ráfa heimilislausir um Reykjavík líkt og gerist í Bandaríkjunum....ef þeir gera það ekki nú þegar. Og ef afi fær hjartaáfall þá fer öll fjölskyldan á hausinn við að borga fyrir aðgerðina. Bandaríkjamenn sjálfir vilja ekki sitt eigið heilbrigðiskerfi, - af hverju eigum við Íslendingar þá að flytja það inn til okkar. Með því að kjósa stjórnarflokkana erum við að segja já við álverum, já við einkavæðingu vatnsveitna og já við amerísku heilbrigðiskerfi. Er ekki kominn tími til að segja STOPP _EKKI AFTUR SÖMU RIKISSTJORNINA.
Athugasemdir
"áður en langt um líður munu aldraðir og geðsjúkir ráfa heimilislausir um Reykjavík líkt og gerist í Bandaríkjunum"
Greinin dæmir sig sjálf, það liggur við að ég kjósi þessa flokka bara til að koma í veg fyrir að kjósa sama flokk og þú!
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.