Sjálfstæð herlaus utanríkisstefna

Er ekki löngu kominn tími til að við Íslendingar rekum sjálfstæða og óháða hernaðarlausa utanríkisstefnu.  Ég hef engan áhuga á því að herir erlendra ríkja séu að nota Ísland sem skotæfingasvæði og ég hef engan áhuga á þessum styrjöldum sem núverandi ríkisstjórn er alltaf að etja okkur útí.  Bandaríska þingið er löngu búið að viðurkenna að Íraksstríðið var meiriháttar mistök en íslenskir ráðamenn geta ekki viðurkennt það hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum.  Oft finnst mér íslenskir ráðamenn vera langtum lengra til hægri en hægrisinnuðustu Repúblíkanar.  

Ég myndi vilja sjá sjálfstæða hernaðarlausa utanríkisstefnu hér á Íslandi.  Hvaða þörf er á endalausum heræfingum hér á landi.  Erum við umhverfissinnarnir kannski svona hættulegir ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eina atvikið sem flokkað hefur verið sem hryðjuverk á Íslandi hingað til er þegar hvalbátunum var sökkt. Bara til að rifja það upp.

Við eigum auðvitað að halda áfram að efla okkar utanríkisþjónustu, sem er forsenda fyrir sjálfstæðari utanríkisstefnu, en samvinnan við aðrar þjóðir í varnarmálum er nauðsynleg, því við vitum aldrei hvaða ógnir munu koma. Til dæmis ef 1 stk olíuskipi yrði rænt...

Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

HA? Erum við á kafi í Íraksstríðinu? Síðan hvenær? Við höfum lofað mannúðaraðstoð þarna, en ekki meir. Ekki að ég sé að réttlæta stuðning okkar við þetta, en þú verður að fara rétt með Gunnar.

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 00:50

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það virðist erfitt að finna óvinina sem á að verja sig gegn. Og þegar ríkistjórnin lýsir stuðningi sínum við ímyndaða óvini, þá er klikkunin komin á ákveðið stig. Hvernig verður það þegar kominn verður Íslenskur her, verður óvinurinn þá ekki bara búinn til, innanlands og utan?

Ólafur Þórðarson, 29.4.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband