Rannsóknaleyfi varðandi gullvinnslu.

Mig langar að spyrja yfirvöld þessarar ágætu minnar þjóðar hvort að rétt sé að rannsóknaleyfi til þess að rannsaka hvort vinnanlegt gull sé á Íslandi hafi verið selt í hendur erlendu fyrirtæki ?  Ég minnist þess ekki að hafa heyrt á þetta minnst í fjölmiðlum en vildi gjarnan vita meira um málið.  Hverjir eru með rannsóknarleyfi fyrir gull á Íslandi ?  Erlendir aðilar ?  Ég bara spyr.  Og ef gull skyldi finnast stendur þá virkilega til að nota sterkar sýrur til þess að vinna það hér á landi ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það var sagt frá þessu í Þormóðsdal árið 2005. "Algengast sé að greina gullið úr jarðveginum með því að leysa það upp í blásýru í opnum tjörnum."  Það er ekki amalegt.

Pétur Þorleifsson , 26.4.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Góður punktur. Hugsaði það sama þegar ég sá fréttina á sínum tíma en var ekki farinn að blogga svona mikið þá...

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Guttormur

Jahérna, að gullvinnsla væri svona mengandi er sennilega eitthvað sem hinn venjulegi meðaljón veit ekkert um. Allavega hafði ég ekki leitt hugann að því, bara séð raskið í Þormóðsdal. Þakka þessar upplýsingar.

Guttormur, 26.4.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband