Ánægjulegur dagur umhverfisins.

JBÍ dag er dagur umhverfisins og að því tilefni var dagskrá á Kjarvalsstöðum þar sem vefsíðan www.natturan.is var opnuð.  Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hélt mjög góða ræðu og kynnti  einnig bæklinginn Skref fyrir Skref sem Landvernd og Umhverfisráðuneytið gefa út í sameiningu.  Það verður að segjast eins og er að Jónína Bjartmarz er að standa sig vel sem umhverfisráðherra þótt ég sé henni reyndar ekki sammála í öllum málaflokkum.  Hún ber flokki sínum gott vitni og vísar til þess góða gamla bændaflokks sem Framsóknarflokkurinn var og er stundum enn þann dag í dag. Til hamingju með daginn við öll segi ég nú bara enda í frekar góðu skapi í tilefni dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála. Þegar Framsóknarflokkurinn fer að tala um umhverfi - þá er best að vera á varðbergi!

Annars finnst mér umhverfisráðherra vera í vondu máli núna út af verðandi tengdadóttur sinni. Hvers vegna hún fær íslenskan ríkisborgararétt þvert gegn efni og tilgangi laganna um íslenskan ríkisborgararétt er spurning dagsins. Á blogg síðu minni (mosi.blog.is) leyfi eg mér að fram fari opinber rannsókn á þessu máli. Og mér finnst ekkert óeðlilegt að ráðherra segi af sér vegna þessa hneykslis.

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 27.4.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband