23.4.2007 | 07:39
Nýjustu fréttir af loftslagsbreytingum.
Í febrúar fengum við að heyra frá IPCC að það sé nú óumdeilt að mannkynið sé að breyta loftslagi jarðar. Í apríl kom síðan skýrsla um að þeir fátækustu á jörðinni muni verða verst úti. Búið er að fara í gegnum 29.000 rannsóknir sem sýna að loftslagsbreytingar eru nú þegar að eiga sér stað. Búast má við að minna vatn verði til staðar á þurrum svæðum Jarðar svo sem í Afríku sunnan Sahara. Búast má við stormum, flóðum og minnkandi vatnsbirgðum er jöklar bráðna. Margir vísindamenn gagnrýna nú stjórnmálamenn harkalega fyrir að reyna að hundsa niðurstöður vísindanna og viðurkenna ekki alvarleika loftslagsbreytinga. Einkum eru það stjórnmálamenn lengst til hægri í stjórnmálum sem hafa til þessa ekki viljað viðurkenna vandamálið en það er öruggt að sú afstaða mun breytast eftir því sem loftslagið breytist meira.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.