22.4.2007 | 15:07
Horft til fortíðarinnar!
Ég hef heyrt Rússa kvarta yfir nútímanum og tala um að þeir hafi haft það svo gott á Brezhnév tímabilinu. Þá var stöðugleiki, hægt að standa í biðröð og hægt að lifa sæmilegu lífi. En ég hef einnig séð Rússa horfa yfir Reykjavík og hrópa upp yfir sig af ánægju yfir litadýrðinni á íslensku húsþökunum. Rússinn horfði á mig með tilfinningu og sagði: Heima hjá mér eru öll húsþökin eins. Þeir sem hafa séð grámóskulegar risablokkir í úthverfum Moskvu skilja hvað hann átti við. En víst er að margir Rússar horfa með nostalgíu til fortíðarinnar þegar þeir höfðu örugg störf og smá tekjur þótt störfin skiluðu kannski engum hagnaði í kapítalískum skilningi. T.d. var algengt að eldri konur væru lyftuverðir á hótelum. Þær sátu fyrir utan lyftuna allan daginn. Ekki mjög pródúktívt en vinna er alltaf vinna.
Fæðingardegi Leníns fagnað á Rauða torginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alltaf að bíða eftir "andlegri" vakningu í Rússlandi sem muni síðan breita sig til okkar í Evrópu. Eitthvað mótvægi við alla þessa eiginhagsmunagæslu og græðgi!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.4.2007 kl. 16:30
Fínt innlegg. Ég talaði við konu í fyrrasumar frá fyrrum sovétlandi og hún sagði að ástandið hafi alls ekki verið svo slæmt þegar hún var að alast upp. Hún sagði að þau höfðu auðvitað alls ekki öll þess lífsgæði sem vesturlöndin höfðu en þau vissu svo sem ekkert af því að þau væru að missa af einhverju þannig að það var ekkert vandamál. Nú, aftur á móti, getur fólk horft upp á ríku nágrannanna (mafíósana) eignast allt en geta sjálfir ekkert eignast. Gamlar konur eru komnar á götuna betlandi því það er enginn stuðningur fyrir gamalmenni og margir hverjir eru einmitt að óska sér kommúnismans til baka. Ástandið er augljóslega ekki gott.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.4.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.