21.4.2007 | 22:05
Gönguferð um stórborg Suðurlands.
Fór í gönguferð um miðbæ Selfoss í blíðunni í dag. Var með mótmælahúfuna mína á höfðinu og ætlaði að vita hvort að eitthvað væri að gerast í miðbænum. Tók reyndar eftir því að Selfyssingar virðast ekki ganga neitt rosalega mikið um miðbæinn nema þá á 17.júní en það var hinsvegar nóg af rennilegum bílum sem brunuðu framhjá mér. Leit í verslanir, sá saumavél á tilboðsverði. Nálgaðist hringtorgið við brúna og sá þá risastórt skilti með mynd af Bjarna Harðar þar sem hann bauð öllum í kaffi á Kaffi Krús. Ég þorði hins vegar ekki inn í kosningamiðstöðina. Hélt að ég myndi hitta Guðna og verða sjanghæjuð inn í Framsóknarflokkinn. Það er engin trygging fyrir sjanghæjingu að vera almennur félagi í VG þegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Þeir eru eins og Íslandshreyfingin - alltaf að leita að góðu fólki. En mikið langar mig að kaupa góða bók af Bjarna Harðar.
Athugasemdir
Þetta var eins og vísun í Rauðhettu
Tómas Þóroddsson, 21.4.2007 kl. 22:13
Kæri Tómas,
Það eru margir úlfar í skóginum, sérstaklega í pólitík.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:20
Bjarni er fínn, hann mun selja þér góða bók! Hann er ekki úlfurinn...bara pínulitið villtur af leið
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.