Ennþá rok og rigning

Ég er ennþá á Selfossi og það er ennþá rok og rigning. Var að skoða veðurspána og sá að það verður rok og rigning langt fram í næstu viku. Svaf á skrifstofunni innan um tölvurnar og serverinn. Nennti ekki að fara til Reykjavíkur bara til þess að sofa. Venjulega er ég ekki svona vinnusöm en við erum að koma vefnum í gang og hann verður opnaður næsta miðvikudag.
Selfoss virðist vera hinn yndislegasti bær - hann verður það a.m.k. eftir að ég er flutt þangað. Kem með bókasafnið með mér. Ég veit ekki hvort Selfyssingar gera sér almennt grein fyrir því en þeir geta núna fengið kennslu í rússnesku og fornkirkjuslavnesku alveg á spottprís. Byrja náttúrlega á því að kenna Da og Njet. Einnig stefni ég að því að skella mér í kór á Selfossi enda er það hluti af lífsstílnum.
Og úr því að ég er komin í sveitina þá verður náttúrulega alltaf kaffi á könnunni og allir vinir og ættingjar velkomnir í heimsókn. Tilvalinn sunnudagsbíltúr að skreppa til mín í kaffi. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Á eftir að taka þig á orðinu og koma í kaffi.  Verða ekki líka þriggja hæða rjómatertur í boði ?

Svava S. Steinars, 21.4.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ó ég væri alveg til í að læra fornkirkjuslavnesku!....hef samband fljótlega!  Takk fyrir góð ummæli!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Jú otschen spasíba hljómar vel!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband