Alexander galdrakarl og kötturinn hans

Það er til saga af Alexander galdrakarli sem bjó í borginni. Hann átti kött sem hét Misha. Einu sinni þegar Alexander þurfti að bregða sér út komst kisi í galdrabókina stóru. Í bókinni fann hann töfraformúlu sem passaði akkúrat fyrir kött: Þar stóð: Tregur eða fús - ég breyti þér strax í mús. Og kötturinn Misha breytti hurðinni í mús, veiddi músina, og fór síðan út í borgina þar sem hann breytti umferðarskiltum, ljósastaurum og trjám í mýs. Mikill músafaraldur kom upp í borginni. Þegar Alexander galdrakarl kom heim sá hann hvers kyns var. Hann fór út í borgina, náði í kisu og bannaði henni að haga sér svona. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri og úti er ævintýri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband