Fyrirlitning hinna sterku á hinum veiku.

Guð elskar manninn skilyrðislaust hvort sem hann er sigurvegari í lífinu eða ekki. Hins vegar lifum við í kapítalísku samfélagi sem dýrkar styrkleika en fyrirlítur veikleika í hvaða mynd sem hann birtist. Guð veit hins vegar að viðkvæmni og veikleiki er hluti af því að vera manneskja. Veikleikinn er eitt að því sem gerir okkur að manneskjum, gefur okkur mennska mynd. Flestir menn öðlast samkennd með öðrum gegnum veikleika sinn og erfiðleika en fáir menn hafa lært nokkurn skapaðan hlut af styrkleika sínum.
Vesturlönd hafa greitt dýrt gjald fyrir fyrirlitningu sína á veikleika og smæð mannsins. Fólk sem lifir á öskuhaugum Kalkúttaborgar er hamingjusamara en heimilislaust fólk á Íslandi. Vegna þess að hinir ríku hafa jú alltaf sagt að fátæktin sé hinum fátæku að kenna. Hinir fátæku nenni ekki að vinna. En það getur bara ekki staðist. Margir eru atvinnulausir af því að þeir neyðast til þess, fátæktin ber að dyrum í kjölfar veikinda og sjúkdóma sem ekki gera boð á undan sér.
Velgengni og ríkidæmi eru orðnir guðir í okkar vestræna samfélagi. Við dýrkum þá og sýnum því fólki fyrirlitningu sem af einhverjum ástæðum verður undir í samkeppninni. En það má spyrja þeirrar spurningar: Er það þess virði að sigra í kapítalísku samfélagi ef sigurinn er á kostnað fjölskyldunnar, kærleikans, mennskunnar og alls þess sem gerir manninn þrátt fyrir allt að manneskju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög góður pistill og er alveg sammála þér

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.4.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk Ingibjörg!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 05:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir gott innlegg frænka. Ekki veitir af því að minna okkur aðeins á manngildi og kærleika!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.4.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband