Í Flóa

tindfjoll_mg_6770.jpg

Í Flóa á fögru kveldi,
fuglinn húmið sker.
Rökkur í roðaveldi
rís við fjallshring hér.

Þögull er Þríhyrningur
þar jökulinn ber við loft.
Fagur er fjallahringur
ferðast þar andinn oft.

Niðar við fossa og fleina
fram streymir Þjórsá öll.
Ber með sér aur og steina,
úr sandi skapar fjöll.

Lífæð lands og þjóðar,
lífsins móðir, vatnadís.
Verndi þig vættir góðar,
vermi þig eldur og ís.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband