16.4.2007 | 20:15
Með góðfúslegu samþykki.
Bygging rússneskrar olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum er að sjálfsögðu með samþykki ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þið haldið þó ekki að Geir og Jón fari að gera eitthvað án þess að fá fyrst leyfi í Washington. Hversu bláeyg getið þið verið ? Þetta er rússnesk olíuhreinsunarstöð á íslensku landsvæði með samþykki Bandaríkjamanna. Stórveldin skyldu þó ekki vera að skipta Íslandi á milli sín ? Rússland fær Vestfirði, USA fær Austurland...vill einhver kannski fá Alþingishúsið á lowest price ever ?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- adhdblogg
- malacai
- almaogfreyja
- aloevera
- andreaolafs
- svartfugl
- volcanogirl
- vitale
- sraxel
- agbjarn
- arnith
- hugdettan
- arh
- gammon
- baldurkr
- bergursig
- birgitta
- bjarkey
- bjornba
- bet
- gattin
- bibb
- lottarm
- dofri
- austurlandaegill
- einari
- esv
- hafmeyja
- ernabjarnad
- ea
- fishandchips
- fridaeyland
- killjoker
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- ghf
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gretaulfs
- graenaloppan
- vglilja
- lucas
- mosi
- gudmbjo
- gudruntora
- zeriaph
- gun
- tilveran-i-esb
- coke
- laugardalur
- hallurmagg
- veravakandi
- heida
- rattati
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- hlekkur
- hlynurh
- maple123
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsig
- horduragnarsson
- ingolfurasgeirjohannesson
- id
- kreppan
- jeremia
- jogamagg
- hansen
- johannpall
- ljonas
- jonbjarnason
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- hugsadu
- askja
- killerjoe
- kolbrunb
- konur
- leifur
- stina-sig
- stinajohanns
- bubot
- kristjanh
- hrafnaspark
- landvernd
- larahanna
- leifsi
- mberg
- mariakr
- manisvans
- mortenl
- neo
- oddgeire
- oddur-v
- poppoli
- veffari
- olijon
- omarragnarsson
- svarthamar
- paul
- pallvil
- palmig
- pjetur
- ragnargeir
- ragnhildur
- sisvet
- sigurborgkrhannesdottir
- einherji
- siggisig
- stjornlagathing
- sinfonian
- sasudurnesjum
- stebbifr
- steingerdur
- strida
- svavaralfred
- slartibartfast
- svatli
- stormsker
- saedis
- saethorhelgi
- nordurljos1
- toshiki
- valgeirb
- varmarsamtokin
- vidarjonsson
- aevark
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Tónlist
tónlist eftir IEB
Hér eru nokkur lög sem ég hef samið sjálf.
-
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (frumsamið) - Grétuvalsinn
Spilað af höfundi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg og allir sem vilja lesa gagnrýni:
Þessi frétt um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er hreint hræðileg. Í skjóli glansmyndar um að auðga mætti atvinnulíf og veifað er framan í Vestfirðinga gulrót. Þessi innrás inn í friðsamt og fagurt mannlíf á Vestfjörðum er vægast sagt á mjög veikum vonum reist um að þarna gætu 500 manns fengið atvinnu. Verða fluttir inn erlendir verkamenn? Mjög líklega og þeir verða á mun lægri launum en þeir örfáu sem fá einhver handvik.
Hvarvetna í heiminum eru iðnríkin að losa sig við mengandi iðnað sem spillir umhverfinu. Víða um heim hefur skattumhverfi þessara iðjuvera verið endurskipulagt, m.a. að taka upp sérstaka umhverfisskatta. Hér hafa þeir ekki verið teknir upp nema hjá Sorpu. Ef við erum að breyta e-u í húsinu okkar og þurfum að losa okkur við nokkrar spýtur, koma starfsmenn Sorpu með málstokk eða allt er viktað. Greitt er annað hvort fyrir hvern byrjaðan rúmmetra eða þyngd af því sem skilað er. Í sjálfu sér finnst mér þetta lofsvert og alls ekki ekki aðfinnsluvert. Við þurfum kannski að losa okkur við 2 rúmmetra eða kannski hálft tonn og borgum fyrir það með bros á vör enda er kostnaður sem fellur á svona lagað.
En hvað með álfurstana og aðra stóriðjukónga sem hlæja að heimsku íslenskra stjórnvalda að hér er ekki tekið eyrisvirði fyrir að stórspilla íslenskri náttúru. Heilu lífkerfum hálendisins eru lögð í rúst og sökkt í drullupoll, þann stærsta í sögu íslensku þjóðarinnar. Svo mega iðjuverið spúa ótakmörkuðu magni brennisteins og öðrum óæskilegum og varhugaverðum eiturefnum yfir okkur, heilsu okkar og húsum til tjóns. Og af því að við þurfum þá að sinna viðhaldi húsanna okkar meiravegna súra regnsins þá verðum við að borga fyrir subbuskapinn annarra!
Er þetta sú framtíðarsýn sem við viljum?
Rússar verða ábyggilega fegnir að finna að einhvers staðar í heiminum er kærulausari þjóð til í umhverfismálum en þeir eru sjálfir!
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2007 kl. 09:36
ég er ansi hrædd um að Vestfirðingar (þeir fáu sem eftir eru) verði bara fegnir að fá 500 störf!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.4.2007 kl. 14:02
Sæl Anna og allir sem vilja lesa gagnrýni:
Við megum ekki gleyma því að fyrir ströndum Vestfjarða eru ein mikilvægustu veiðislóðir Íslendinga. Fiskveiðar og þungaiðnaður eiga fátt sameiginlegt og kannski væri betra að finna okkur önnur störf og þrifalegri en við olíuhreinsun. Bæði stórfyrirtækin í tölvusamskiptum Google og Microsoft hafa sýnt áhuga að koma upp starfsemi á Íslandi. Væri það ekki vænlegri kostur en mengandi stóriðja?
Því miður hefur íslenska ríkisstjórnin unnið mjög illa að efla starfsemi á sviði tölvufræða hér á landi. Ekki er enn farið að huga að lagningu nýrra ljósleiðara til landsins og búið að rífa gamla góða Skyggni. Hvers vegna skyldi það vera? Kannski það hafi verið gert í bráðlæti og ráðaleysi. Þó svo tæknin á bak við Skyggni sé að nokkru úrelt, þá var Skyggnir nauðsynleg varatengimöguleiki við umheiminn þegar strengir slitna, t.v. vegna jarðskorpuhreyfinga á hafsbotni.
Eg er ekki tilbúinn að fórna náttúru landsins fyrir einhverja ævintýramennsku eins og við höfum horft upp á á liðnum árum.
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2007 kl. 16:26
Guðjón, ég er sammála þér
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.4.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.