Rússarnir koma!

oliuhreinsunarstodNú berast fréttir af því að til standi að byggja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Þessi hugmynd sem er ekki alveg ný af nálinni - fyrir nokkrum árum ætlaði Finnur Ingólfsson að byggja olíuhreinsunarstöð í Skagafirði en nú hefur olíuhreinsunarstöðin greinilega verið flutt til Vestfjarða. Olían á líklega að koma frá Pechorasvæðinu í Síberíu og verður flutt á risaolíuskipum norðurleiðina. En hvers konar fyrirbæri er olíuhreinsunarstöð ? Þær eru svosem ekki svo hroðalega slæmar, eru að vísu forljótar í útliti og losa líka gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið vegna leka í leiðslum o.s.frv. Hversu mikið fer sjálfsagt eftir aðstæðum. Það verður hins vegar forvitnilegt að vita hvort að rússarnir ætla að nota rússneska tækni eða BAT tækni eða rússneska BAT tækni ? Verður þetta rússnesk olíuhreinsunarstöð byggð á rússnesku hugviti ? Hins vegar eykst hættan á olíumengun og olíuslysum all svakalega við byggingu olíuhreinsuanrstöðvar. Það þarf ekki nema strand eins stórs olíuskips og... Það er dálítið fyndið að núna þegar herinn er loksins farinn skuli ríkistjórnin bjóða rússunum í heimsókn. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins er að bjóða rússum í kaffi að byggja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Hvað ætli Hvíta Húsið segi ?????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Afar athyglisvert. Hvar er hægt að lesa meira um þetta?

Maður verður að treysta því að UST geri BAT kröfur til svona starfsemi. Þetta krefst þess að stofnunin kynnir sér BAT í Noregi og Svíþjóð, sem ég tel þær bestu hvað umhverfismál varðar og það er alveg víst að það verður að gera allar þær kröfur sem gerðar eru í bransanum til starfseminnar. Tel afar óráðlegt að heimila starfsemi "no-name" fyrirtækis, sem t.d. ekki er meðlimur í OCIMF og öðrum metnaðarfullum samtökum olíubransans.

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband