Handtaka Kasparovs!

kasparovSkákmeistarinn Garrí Kasparov er að skipa sér í sveit með helstu andófsmönnum og hetjum Rússlands eins og Andreij Sakharov og Alexander Solsjenitsyn. Það hefur alltaf verið hættulegt að gagnrýna stjórnvöld í Rússlandi og til þess þarf mikið hugrekki sem Kasparov hefur greinilega til að bera. Það vantar alla hefð fyrir lýðræði í Rússlandi. Rússar vita varla hvað lýðræði er og þeir vilja margir hafa bara nógu sterkan leiðtoga í miðjunni og ganga jafnvel ennþá um með skilti sem lofa gamla Josif Vissiaronovich Stalin. Hverjir geta lofað mann sem drap 30 milljónir ? Lýðræði á því erfitt með að festa rætur og þar er ekki einungis við Pútín að sakast. Pútín tók við hálfgildings einræðisríki frá forverum sínum og rússar eru ekki einu sinni vissir um að þeir vilji þetta vestræna lýðræði sem alltaf er verið að þröngva upp á þá. Rússar líta á lýðræði sem eitthvað erlent og vestrænt sem passar ekki allskostar inn í þeirra hálfasíska raunveruleika. En hvað um það. Kasparov er hetja dagsins og við verðum að skapa þrýsting þannig að hann fái stuðning erlendis frá. Annars gæti hann lent í Síberíu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er virkilega erfið staða austur hjá Rússum. Því miður er eins og þeir séu orðnir vanir einhverri skelfilegri ríkisstjórn sem stöðugt er með vöndinn á lofti og fjarlægir í burtu allt andóf og þar með skoðanir sem eru valdhöfum ekki að skapi.

Því miður er eins og Rússar hafi hafnað mjög hæfum stjórnendum á borð við Gorbasjov sem vildi feta Rússa hægum skrefum í átt til lýðræðis. Þá lendir hann milli steins og sleggju, annars vegar milli gamla afturhaldsins sem gerði byltingu en sem lenti út í sandinn m.a. vegna fyllirís og þeirra sem vildu hraðar fara. En þá varð þróunin of hröð og margt lenti í vitleysu vegna ónægs undirbúnings sem við horfum upp á.

Kannski að besta von Rússa núna séu þessi svonefndu markaðsöfl en þá er auðvitað spurning hvernig og hversu auðmenn hafa áhrif á þróunina. Oft hugsa þeir aðeins um eiginn hag og leyfa öðrum að lepja dauðann úr dauðri skel.

Vonandi að Eyjólfur hressist meðal Rússa og almennur hagur þeirra vænkist

Mosi

Alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband