Verktakalýðræði

Það er vitað mál að verktakafyrirtæki og mörg önnur stór fyrirtæki styrkja stjórnmálaflokka. Þessi staðreynd vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Hvað borguðu verktakarnir mikið fyrir að fá að byggja Kárahnjúkavirkjun ? Hverjum eru stjórnmálaflokkarnir að þjóna ? Eru virkjanir raunverulegur þjóðarhagur eða er verið að þjónusta hagsmunahópa með mikil völd í þjóðfélaginu? Þetta eru hættulegar spurningar og ég á von á því að bráðum verið bloggsíðunni minni lokað ... En það er auðvelt fyrir stjórnmálamenn að segja að eitthvað sé þjóðarhagur þegar e.t.v. er bara verið að gera stórfyrirtækjum og verktökum persónulegan greiða. Ég er að ýja að spillingu hérna en auðvitað hlýtur það að vera misskilningur. Það getur ekki verið að það sé til spilling í stjórnmálum á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Ögmundur ýjaðispillingu í sambandi við útboð stíflna og ganga.  Það gerðu fleiri.

Pétur Þorleifsson , 15.4.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband