Störf fyrir 2600 manns.

Öll vatnsorka Íslands, þar með talinn virkjun Gullfoss og Dettifoss, og virkjun laxveiðiánna duga fyrir fimm stór álver. Og athugið að öll vilja þau stækka og munu vilja stækka í framtíðinni. Í þessum fimm áverum verður vinna fyrir 2600 manns sem er innan við 1% þjóðarinnar (0,9% nákvæmlega). Þá gleymum við hins vegar öllum verkfræðingunum og verktökunum sem fengu vinnu við að hanna álverið og þeir fá meira en milljón í laun á mánuði. Það er nefnilega misskilningur að álver séu byggð ti þess að bjarga byggð á landsbyggðinni. Álver eru byggð til þess að skapa vinnu fyrir verkfræðinga og verktaka sem eru með sína starfsemi í REYKJAVIK. Meirihlutinn af öllum tekjunum fer til Reykjavíkur ... HÚRRA. En það verður þetta landsbyggðarfólk sem þarf að horfa upp á grænu sveitirnar sínar breytast í mengunarský og anda að sér brennisteinstvíoxíði í hæðunum fyrir ofan Reyðarfjörð þegar það fer yfir viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári. Við í Reykjavík fengum alla peningana, Þeir á Reyðarfirði fá örfá störf og alla mengunina. Sniðugt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er það?.....þetta eru HRÆÐILEGAR STAÐREYNDIR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband