Þú varst mér sem engill

Til Valgeirs Bjarnasonar

 

Þú varst mér sem engill,
elsku vannst úr sorg.
Komst með ljósið bjarta
í brostna hjartans borg.christ-statue.jpg

Þú varst mér sem ljós,
engill lífsins kraftaverka.
Þú opnaðir hjarta mitt
til kærleikans sanna, bjarta.

Stundum geng ég ein
í sársauka og sorg.
Þá kemur þú til mín,
þögull, segir ekki orð.

Hendi þín mjúk og hlý
í minni hendi hvílir
Þú ert minn ástarengill,
er hjarta mínu skýlir.

IEB (2015)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband