Veturinn 2006-2007 - horft til baka

Norður Evrópa upplifði hlýjan, rakan og hvassviðrasaman vetur 2006 - 2007 með vindhraða og úrkomu um 40% fyrir ofan 1971/2 - 2000/1 loftslagsviðmið (climate norm). NAO index var jákvætt og jákvæðara en menn bjuggust við fyrirfram. Hvað þýðir þetta á mannamáli. Jú þetta hefur verið frekar hlýr, rakur og hvass vetur þannig að það er ekki skrýtið að mér finnist alltaf vera hvassviðri. En hvort að NAO index verður jákvætt aftur á næsta ári eða hvort að þetta tengist eitthvað loftslagsbreytingum er ómögulegt að segja til um nema miklu meiri rannsóknir komi til. Hvað með að opinberir aðilar styrki enn frekari rannsóknir á North Atlantic Oscillation ?
Heimild: http://climate.mssl.ucl.ac.uk/docs/NAO_20067_Verification.pdf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband