12.4.2007 | 21:49
Umhyggja fyrir eldri kynslóðinni
Það er afskaplega gaman að vera kominn um áttrætt, eiga erfitt með að pissa, þurfa að fara upp á spítala og liggja þar í rúmi - gleymast... þurfa ennþá að pissa,...gleymast enn...ætla síðan að fara á klósettið með aðstoð hjúkku en uppgötva þá að alzheimersjúklingurinn í næsta rúmi er búinn að stela inniskónum. Hann heldur hvort eð er að hann sé heima hjá sér. Geta loksins pissað. Vera sendur heim, einn, í íbúð í blokk þar sem fólk deyr heima hjá sér. Sumir detta á gólfið áður en þeir geta náð í öryggishnappinn! En hvaða rétt hefur maður svosem til þess að lifa þegar maður er orðinn svona gamall. Maður á hvort eð er að vera kominn út úr heiminum en ekki að hafa vit til þess að kjósa réttan flokk í kosningum. Eiga erfitt með að sjá á símann, vera einn heima og vita ekki hvort að maður getur kallað á hjálp. Eiga börnin í Ástralíu og frænku í Flórída. Með lyfjaboxið á borðinu og eina gamla marmaraköku í ísskápnum. Er þetta það líf sem við viljum bjóða okkur sjálfum þegar við eldumst?? Er ekki kominn tími til þess að hugsa almennilega um eldri kynslóðina, og það sem fyrst ?
Athugasemdir
Mjög gott komment... Er einmitt í þessari stöðu með mömmu gömlu. Hún er rúmliggjandi og ósjálfbjarga líkamlega. Hún er reyndar bara 75 og hefur alltaf verið sjálfri sér nóg og frekar stjórnsöm. Búin að vera á spítala meira og minna síðan í haust. Síðustu 3 vikur hefur hún verið heima og fengið heimahjúkrun. En þessi heimahjúkrun er þvílíkt undirmönnuð, þannig að það eiga að koma 2 hjúkrunarfræðingar saman að aðstoða hana 3svar á dag. En venjulega kemur bara einn. Svo í morgun kom ein að aðstoða við klósettferð og þvott.... En hún missti mömmu í gólfið, þannig að kellingaranginn lenti upp á bráðavakt í sjúkrabíl.
Við systkinin reynum að vera sem mest með henni alla daga, en það eru auðvitað allir í vinnu. Eins er sambýlismaðurinn hennar að taka út sína veikindadaga til að vera hjá henni.
Hún er alltaf næst inn á Landakot, en það er eins og það er, blabla
Er svonalagað er ekki til að foreldrar okkar missi lífslöngunina. Þetta fólk er búið að vinna hörðum höndum allt sitt líf.
Fishandchips, 12.4.2007 kl. 22:17
úff skömm að þessu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:26
Hér þarf greinilega mikla umræðu. Við þurfum að undirbúa OKKUR betur undir það sem við eigum eftir að takast á við.
Glæsilegt hjá Ingibjörgu að brydda upp á þessu máli.
Ólafur Þórðarson, 12.4.2007 kl. 22:40
Menn eiga að lifa sæmilega óheilbriðgu og áhættusömu lífi til að deyja á besta aldri. Það leysir allan vanda. Þetta snýst reyndar ekki allt um að einhver hugsi um annan. Elliógæfa kemur innan frá eins og flest önnur ógæfa, hvort sem hún er viðráðanleg eða ekki. Menn eiga að deyja í blóma lífisins. Það er málið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.4.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.