Er Íslandslægðin að breytast ?

Ég hef spurt veðurfræðinga þessarar spurningar og ég hef spurt Dr. Wally Broecker þessarar spurningar. Er Íslandslægðin að breytast ? Enginn vísindamaður virðist vilja svara spurningunni aðallega vegna þess að mælingar eru takmarkaðar og enginn treystir sér til þess að segja fyrir um hvort að breytingar á Íslandslægðinni eru bara tímabundnar eða tengdar loftslagsbreytingum.
En hvað er eiginlega að gerast? Mér finnst vindafar á landinu vera að breytast, en það er ekki nóg að segja mér finnst. Sannanir vantar. Bændur tala að vísu um að það sé að verða hvasst í áttum þar sem aldrei var hvasst áður, og lægðirnar sem koma upp að landinu núna eru djúpar og vindsstyrkur er alltaf að fara yfir 20 m/sek.
Mér finnst hvassara en áður, en sannanir vantar. Hvað mér finnst er ekkert sönnunargagn. Ég bíð spennt eftir því hverjar niðurstöður verða úr rannsóknum vísindamanna, loftslagsfræðinga og veðurfræðinga. Það skyldi þó ekki vera að Íslandslægðin sé að breytast ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg er alveg á sama máli. Hér í Eyjafirðinum hefur, að mér finnst, verið sunnan sperringur annan hvern dag a.m.k, í allan vetur. Þetta ergir mig verulega, enda vinn ér mikið útivið. Í minningunni þá var þetta ekki svona í gmla daga.
Ég vil bæta því við hér, að ég fylgist með hvað þú skrifar hér. Mér finnst það skemmtilegt, áhugavert og fræðandi. 
Birgir St.

Birgir Stefáns (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Man einhver eftir látlausum illviðrunum og kuldaköstunum á hafísárunum?

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband