Virkjanaiðnaðurinn

Á Íslandi er sprottinn upp sannkallaður eldspúandi dreki, það er dreki virkjanaiðnaðarins. Fyrir utan alla starfsmenn Landvirkjunar eru allar stóru verkfræðistofurnar með virkjanadeildir og marga tugi manna á launum við að reikna út burðarþol og afkastagetu.
Finnar höfðu vit á því að setja sína verkfræðinga í að búa til farsíma og Svíar settu sína verkfræðinga í að vinna hjá Volvo, Saab, Electrolux og Sony-Ericson. Bandaríkjamenn láta sína verkfræðinga vinna hjá NASA eða hja US Corps of Engineers. Verkfræðingar eru verðmætt vinnuafl og með dýrmætustu starfskröftum hverrar þjóðar.

En við Íslendingar. Hvað völdum við ? Við völdum að gera okkar verkfræðinga að sérfræðingum í virkjunum. Það er ljóst að ef fresta á verkefnum í virkjanaiðnaðinum innanlands, þá þarf að setja þetta vel menntaða fólk í önnur verkefni og það strax. Þá þarf að leggja aukna áherslu á samgöngumál og byggja nýjar byggingar. Eða beina þessu vel menntaða fólki inn á brautir nýsköpunar og nýrrar þekkingar t.d. í baráttunni við umhverfisvandamál heimsins. Það er einnig hægt að flytja út þekkingu einkum um nýtingu jarðhita.
Í raun og veru eru næg verkefni til staðar fyrir alla verkfræðinga og tæknifræðinga landsins. Það þarf bara að beina starfskröftum alls þessa góða fólks í jákvæðan og uppbyggilegan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband