Hvað eiga verkfræðingarnir að gera ?

Talsmaður Samorku var að kvarta yfir því að ekki væri litið á verkfræðistofur og orkufyrirtæki sem þekkingarfyrirtæki. Þetta er mikill misskilningur. Eins og ég hef bent á í bloggi mínu má flytja Landsvirkjun út til Indlands og Suður-Ameríku. Það er kominn tími til að verkfræðingar Landsvirkjunar hleypi heimadraganum og fari út í hinn stóra heim. Heimskt er heimaalið barn eins og þar stendur. Landsvirkjun á að snúa sér að erlendum vatnsföllum og láta íslensk vatnsföll í friði. Ég kaupi ekki þá röksemd að þeir þurfi að æfa sig í að virkja á Íslandi áður en þeir geta virkjað t.d. á Indlandi. Best að hella sér bara út í djúpu laugina, sína djörfung og dug og fylgja í fótspor breska heimsveldisins, fara til Indlands og virkja. Þar er þörfin brýnni en hér heima.
En hvað eigum við þá að gera við verkfræðistofurnar þegar Landsvirkjun hefur verið flutt til Indlands og Venezuela ? Jú við þurfum heldur betur á verkfræðiþekkingunni að halda. Þekkingin sem slík er dýrmæt og nauðsynlegt að allir verkfræðingar landsins snúi bökum saman og fari að bregðast við loftslagsbreytingum, þeirri miklu vá sem vofir yfir. Hvernig á t.d. að byggja varnargarða eins og í Hollandi ? Hvernig á að minnka útblástur koltvíoxíðs frá íslenskum iðnaði ? Hér er heldur betur þörf á hugviti allra verkfræðinga landsins. Að leysa umhverfismálin verður eitt aðalverkefni verkfræðinga 21.aldar. Sá sem ekki sér þá þróun fyrir sér er blindur. Ég vil því hvetja alla verkfræðinga landsins til þess að snúa sér að því verkefni hvernig við Íslendingar eigum að bregðast við loftslagsbreytingum á einhvern annan hátt en að byggja álver sem losa hundruð þúsundir tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Landsvirkjun fer til Afríku á eftir Alcoa.

Pétur Þorleifsson , 10.4.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Er þá í lagi að sökkva dölum og framleiða ál bara ef það er gert í öðrum löndum en Íslandi? Það er eitthvað hér sem gengur ekki upp.

Birgir Þór Bragason, 11.4.2007 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband