8.4.2007 | 23:16
Hinn andlitslausi maður!
Með tilkomu hins tæknivædda nútímaþjóðfélags hefur þróast nýtt viðhorf til mannsins. Nú er ekki lengur spurt "hver er maðurinn ?" heldur er spurt "hvað gerir maðurinn?" Tæknina varðar engu, hver sé uppruni mannsins, hvaðan hann beri að garði, hver sé hans lífssaga. Öllu varðar hins vegar á hverju hann kunni skil, hvaða tækni hann hafi tileinkað sér og vei þeim sem ekki hefur náð að tileinka sér einhverja tækni sem hann getur "selt" í samfélagi nútímans. Þegar spurt er "hvað gerir maðurinn ?" missir maðurinn andlitið. Ásjóna hans er svipt persónulegum einkennum en í staðinn er sett á hann gríma sem hæfir því hlutverki sem honum er ætlað að gegna. Og hvað gerist svo ef maðurinn missir hlutverkið. Er atvinnulaus persona non grata í hinu tæknivædda nútímaþjóðfélagi. Hvar á sú andlitslausa manneskja að finna sína sjálfsmynd og sína sjálfsvirðingu? Er furða þótt margir missi fótfestuna, verði hált á svellinu, finni til ístöðuleysis og vanti innri frið. Maðurinn er vissulega fæddur frjáls en hann er allsstaðar í hlekkjum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.