Skriðdrekar á Hringbrautinni.

Stundum geng ég um Reykjavíkurborg og hún birtist mér í nýju ljósi líkt og yfirborð annarrar reikistjörnu.  Þannig var það um daginn að ég velti fyrir mér hvað myndi gerast ef það yrði einhvern tímann herforingjastjórn á Íslandi.  Menn í einkennisbúningum, skriðdrekar á Hringbrautinni, útgöngubann og blóðug átök á Þingvöllum.  Dauðarefsing væri í gildi og bann við mótmælum.  Ég velti því einnig fyrir mér hvað lýðræðið er í raun og veru brothætt og hversu lítið þyrfti til þess að einræðisflokkur eða einræðisherra myndi ná tökum á Íslandi.  Hann myndi að sjálfsögðu vera með yfirskegg eins og allir sannir einræðisherrar og láta reisa sér styttur víða um borgina.  Og fréttamálið væri newsspeak og okkur væri skipað að vera heima og horfa á sjónvarpið þegar einræðisherrann væri að tala til þjóðarinnar.  Ísland gæti eins og Tahiti hentað afskaplega vel fyrir einræðisherra.  Landið er mátulega stórt,  íbúarnir saklausir og engar óþægilegar landamæradeilur við stóra nágranna.  Ég veit reyndar alveg hvar ég myndi lenda í svona einræðisríki.  Í Gulaginu eða í útlegð í Langtibortistan.  En svona getur maður nú fengið skrýtnar hugmyndir í kollinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég er viss um að 40-50% íslendinga mundu ekki kippa sér upp við að fá einræðisherra. Ég held að þessi 40-50% mundu halda með sínum manni í blíðu og stríðu eins og fótboltaliði eða kappakstursmanni. Það sanna allavega síðustu skoðanakannanir.

Magnús Bergsson, 8.4.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband