7.4.2007 | 23:32
Heimurinn árið 2170?
Stundum velti ég því fyrir mér hvernig heimurinn verði árið 2170 ? Verður Reykjavík þá að mestu leyti komin í kaf og byggðin komin upp í Mosfellsdal og efst í Breiðholtið ? Verða álverksmiðjurnar á Íslandi þær sem ennþá eru starfandi í eigu Rio Tinto ? Verður kannski herforingjastjórn á landinu og dauðarefsing í gildi. Herlög og bann við mótmælum. Helmingurinn af Íslendingunum flúinn og orðinn að umhverfisflóttamönnum víða um heim. Andófsmenn sendir í útlegð. LÍL (Leynilega íslenska leyniþjónustan) verður ríki í ríkinu. Kárahnjúkar verða fullir af aur og síðustu jökulleifarnar að hverfa. Þeir sem enn þrauka á landinu lifi í stöðugum ótta og eymd. Við komuna til landsins stendur ryðgað skilti þar sem stendur áletrað: The Rio Tinto Icelandic aluminium base.
Ég vona að þessi framtíðarsýn sé víðs fjarri raunveruleikanum og komi aldrei til með að rætast en hver veit ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.