Óbein áhrif loftslagsbreytinga

Fyrir utan hin hugsanlegu beinu áhrif sem gætu orðið af völdum loftslagsbreytinga á Íslandi sem við eigum að geta brugðist við sökum ríkidæmis okkar og úrræðasemi, eru ýmis óbein áhrif hugsanleg. Tökum t.d. kaffi sem Íslendingar drekka daglega við vinnu sína. Ef kaffiuppskera heimsins bregst vegna loftslagsbreytinga gæti orðið erfitt að fá kaffi hér á landi. Eins og fram hefur komið í Stern skýrslunni svokölluðu geta áhrif loftslagsbreytinga á efnahagskerfi veraldarinnar orðið sambærileg við heimstyrjaldirnar tvær. Íslendingar sluppu tiltölulega vel frá heimstyrjöldunum, en það er ekki líklegt að Íslendingar í dag sleppi jafn vel frá áhrifum loftslagsbreytinga á hagkerfi heimsins. Loftslagsbreytingar geta haft mikil áhrif á alla matvælaframleiðslu heimsins og þar með á verð matvæla um allan heim. Ætli það sé ekki kominn tími til að undirbúa sig undir mögru árin ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband