6.4.2007 | 19:31
Loftslagsbreytingar eru ekki bara 3.heims vandamál!
Það virðist vera ríkjandi viðhorf á Íslandi að loftslagsbreytingar séu einhvers konar þriðja heims vandamál sem komi okkur ekkert við. Að minnsta kosti var frásögn ríkissjónvarpsins af nýrri skýrslu IPCC á þá leið að afleiðingarnar á Norðurlöndunum væru bara smotterí. Þetta SMOTTERÍ felur í sér breytt veðurfar, mjög líklega meiri úrkomu og dýpri lægðir með hvassari vindum a.m.k. að hausti til. Það er nefnilega ýmislegt sem bendir til þess að hin fræga Íslandslægð gæti dýpkað og vindhraði hér á Íslandi orðið meiri ef loftslagsbreytingar ganga eftir. Ennfremur segir í öllum skýrslum IPCC að sjávarborð muni hækka. Hefur einhverjum dottið í hug að nánast öll byggð á Íslandi er við sjávarsíðuna. Hvað skyldi verða um hina dæmigerðu íslensku eyri þegar sjávarborðið fer að hækka. Eiga þá allir íbúarnir að flytja upp á snjóflóðasvæðin ? En þetta er auðvitað bara SMOTTERÍ og engin ástæða til þess að minnast á það. Við erum svo heppin að vera ekki í Afríku eða í Bangladesh þar sem allt þetta fólk er að drepast og það er engin hætta á því að okkar örugga heimi verði raskað. EÐA HVAÐ ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.