Torfæruhjól spæna upp göngustíga í Heiðmörk

Ég fór í gönguferð í Heiðmörk í dag. Göngustígarnir eru að koma undan vetri, eru hálffrosnir og viðkvæmir. Því miður sást greinilega á göngustígunum í reit Ferðafélags Íslands og við Norska húsið að þar hafa torfæruhjól verið á ferð. Hjólin gera ljót för í göngustígana og aðeins nokkur hjól geta eyðilagt ansi mikið. Er ekki kominn tími til þess að setja strangari reglur um þessi hjól ? Eiga menn að fá að eyðileggja göngustíga í algjörum egóisma ? Það þarf greinilega að grípa hér í taumana og það strax áður en meira verður skemmdarvörgunum að bráð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ekki það að ég ætli að réttlæta þetta, en ég var að aka um veg um daginn og hann var bókstaflega ónýtur eftir hesta sem höfðu farið þar um. Það verður að setja strangar reglur um það hvar hestamenn mega vera. Það gengur ekki að þeir í algjörum ekóisma eyðileggi svona vegina sem byggðir eru fyrir það fé sem innheimt er í gegnum bensín. :):)

Birgir Þór Bragason, 11.4.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband