30.3.2015 | 17:32
Þriðja heimstyrjöldin - ljóð
Fellibylur geisar á Jörðu
stormsins blóðuga stríð.
Menn gleyma öllu öðru
finna engan sálarfrið.
Þú stendur mitt í stormi
stærri en allt sem er.
Kominn í þínu Orði
til að stjórna himnaher.
Ég sé þig sem konung,
heims og allra engla.
Í brennandi eldi fimum
stjórna gæðingi hvítum.
Þér fylgir englaskari,
hvítir drekar úr ljósi
sem birtast sem elding,
leiftur úr skýjabólstri.
Sól og tungl sortna,
stoðir himna brotna.
Möndlulaga ljós þitt
skín í logandi funa.
Krossinn blóðugur
í hvítum eldsins bruna.
Þú stígur af háum himni
niður til lágrar jarðar.
Konungur heims sjálfur
leitar nú sinnar hjarðar.
Menn falla sem spýtur
til rakrar jarðarmoldar.
Hverfa í auga stormsins
aftur til sinnar foldar.
Ekkert illt fær staðist
í návist þinni.
Það skelfur og grotnar,
hrynur og rennur.
Logandi hraun um
hallir og hof brennur.
Háborgir heimsins
skjálfa og nötra.
Nautið bráðnar,
hjáguðir sundrast,
hverfa sem sindur
í leiruga mold.
Á himninum eldar
í brennandi boga
yfir háhýsum heimins
standa og loga.
Gagnslaust gullið
morknar og hverfur.
Vopn og sprengjur
brenna í hvítum
geislavirkum eldi.
Kjarnorkuver opnast
frumefnin klofna
lífsins varnir dofna.
Allt verður að engu.
Úr eldsins deiglu
rís ný Jörð.
Serafar standa
um hana eilífan vörð.
Creatio ex nihilo
IEB (2015)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.