29.3.2015 | 16:45
Úr Auguries of Innocence 1801-1803
Að sjá gjörvallan heim í sandkorni einu,
himnana ríki í villtu blómi;
Að halda óendanleikanum í hendi sér,
skynja eilífðina á örskotsstundu.
Einn glóbrystingur í búri
kallar fram himnanna reiði;
Dúfnahús fullt af dúfum
fær allt hel til að skjálfa.
Hundur sem sveltur við húsbóndans hlið
spáir fyrir um hrun ríkisins.
Bardagahani klipptur fyrir bardaga
fær rísandi sól til að hörfa;
Hestur sem er misnotaður
kallar til himna og krefst réttlætis.
Hvert einasta öskur úlfs eða ljóns
reisir mannsins sál frá helju.
Sérhvert kall frá eltum héra,
slítur burt taug úr heilanum;
Smáfugl særður á vængjum
fær kerúba til að þagna.
Sá sem meiðir einn músarindil
verður aldrei elskaður af mönnum;
Sá sem reitir uxann til reiði,
mun aldrei njóta ásta kvenna;
William Blake.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.