5.4.2007 | 09:55
Gildi náttúrunnar til þess að styrkja og byggja upp einstaklinginn
Eitt gildi náttúrunnar af mörgum er gildi hennar til þess að mennta, þjálfa og byggja upp einstaklinginn. Skátahreyfingin t.d. notar náttúruna til þess að þjálfa upp ungt fólk og björgunarsveitirnar eru í stöðugri þjálfun. Hálendið er staður þar sem hægt er að ganga, svitna, og ýta sjálfum sér áfram. Ég man hvað ég þurfti að beita miklum viljastyrk þegar ég gekk Laugaveginn í roki og rigningu. En það var stórkostleg reynsla sem situr eftir í minningunni. Þeir sem fá að vera úti í náttúrunni læra að umgangast hana af virðingu og þeir vita að þeir verða að hugsa og taka tillit til hennar. Náttúran hefur einnig lækningagildi. Hún læknar margan manninn sem er daufur og þungur. Það er fátt betra en að drífa sig út úr bænum og komast inn í heim friðsældar og fegurðar þar sem karakterinn fær að njóta sín. Við mennirnir erum þrátt fyrir allt bara apategund.
Athugasemdir
Já mikið til í þessu. Við erum apategund í búrum sem við búum til sjálf. Sum þeirra eru meira að segja á hjólum, en stundum getum við keyrt þau búr út í buskann, opnað þau og spriklað svoldið.
Ólafur Þórðarson, 6.4.2007 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.