John Milton. Úr Paradísarmissi.

Þannig líða árin, og árstíðir koma,
en dagurinn kemur ei aftur til mín,
né hin fagra dagrenning eða hið ljúfa sólarlag,
né fæ ég séð blómstur vorsins eða rósir sumarsins,
né hjarðir dýra, eða hið guðlega andlit manns;
Heldur er sjón mín myrkvuð, og ævarandi myrkur
umlykur mig, og aðskilur mig frá glaðværum háttum manna
og ég get ei lengur lesið bók þekkingarinnar,
sem áður hafði opinberað mér undur náttúrunnar,
og viskan úr þessum brunni er mér því hulin.


En því heldur lýs þú hið himneska ljós inn
í sál mína, og upplýs huga minn og skín
í hugsun minni. Gefðu mér innri augu,
skýra og þokulausa sýn,
þannig að ég megi sjá og segja frá
þeim hlutum sem eru ósýnilegir
dauðlegum mönnum.john_milton.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband