Vort stríð

Stríð vort er ekki afarchangel-michael_1257183.jpg
þessum heimi.
Það er sem brot
af andans seimi.

Barist er um hjartað,
okkar innstu sál.
Það er á andans vegi
sem orrustan er háð.

Á milli góðs og ills
er aðeins örmjótt bil.
Þar býr sársaukinn mesti
sem við finnum sárast til.

Í brynju úr tærum eldi
við temjum illskunnar bál.
Við eigum hug og hjarta
sem sterkari er en stál.

Mikjáll með eldsins sverði,
varðar okkur leið.
Með Drottins englaverði
leiðin verður greið.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband