Liljan

Í ljósi augna þinnawhite-lily-flowers-wallpaper-9267.jpg
ég liljan er fríð,
þótt í heimsins ranni
ég heyi mitt stríð.

Þú sérð mitt innra
hjartans mál.
Minn kærleik mælir
á vogarskál.

Ég stend þér til fóta
hvít sem mjöll.
Þér einum tilheyrir
mín ævin öll.

Þótt úr mér blæði
sem beiskri rót,
sé ég þó sárið
sem sigurinn skóp.

Inn til logans
lá lífsins leið.
Handan himnabogans
lausnin mín beið.

Andspænis þér
ég liljan er fríð.
Í náð og miskunn
ég heyi mitt stríð.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband