Þöglar þjáningar umhverfisverndarsinna

Ég veit ekki hvort að það er af því að ég er með mígreni en ég er einhvern veginn ekki alveg í stuði. Stundum verður maður að viðurkenna að umhverfisbaráttan tekur sinn toll. Það er erfitt að berjast við stórfyrirtæki og orkufyrirtæki sem hafa allt fjármagnið og ríkisvaldið á bak við sig. Stundum stend ég bara eftir með þjáninguna þögla innan í mér af því að ég veit að þúsundir dýrategunda eru að deyja út. Ég veit að 35000 manns deyja úr hungri á degi hverjum og ég veit að veðrið á Íslandi er nú þegar farið að taka breytingum. Mér varð illt í sálinni þegar landið við Kárahnjúka fór undir vatn. Þetta var glæpur en hvert áttum við að leita ? Glæpamennirnir stjórnuðu landinu. Það þyrfti að vera til einhvers konar alþjóðadómstóll svipaður mannréttindadómstólnum í Haag þangað sem hægt væri að kæra kolvitlausar ríkisstjórnir eða ráðherra sem eru komnir langt út fyrir starfssvið sitt. En núna sit ég bara með sársauka mígrenisins í beinunum, skríð undir feldinn og hugsa. Stundum þarf maður að taka pásu til að undirbúa baráttuna fyrir næsta dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband