Sögulegt gildi náttúrunnar

Ég er að verða hálf þreytt á að telja upp öll gildi náttúrunnar af því að þau eru svo mörg og margvísleg. Það er greinilegt að náttúran er annað og meira en hráefnisgeymsla fyrir iðnað. Eitt gildi sem ég átti eftir að ræða um var hið sögulega gildi náttúrunnar. Íslendingar hafa búið í tengslum við náttúru landsins alveg frá því að land byggðist og það eru margir staðir í náttúru landsins sem hafa orðið sögulegt gildi. Tökum sem dæmi náttúru Þingvalla og Lögberg. Enginn myndi efast um að Lögberg hefði mikið sögulegt gildi. En samt er það svo að margir gleyma öllum gildum náttúrunnar nema þeim sem snúast um peninga. Mér finnst það sorglegt en ég veit svosem ekki alveg hvað ég á að gera í málinu annað en að blogga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband